Leigufyrirkomulag

Verðskrá:

  Verð  með F plús eða ökutækjatryggingu Verð án F plús eða ökutækjatryggingu
Leigusamningur fyrir stól pr. mánuð * 950.- kr. 1.900.- kr.

* Stofngjald er 2.850 kr. sem er greitt einu sinni á samfelldum leigutíma.
* Frá og með 1. janúar 2016 geta aðeins viðskiptavinir VÍS leigt stóla.

Leigufyrirkomulag
Leigutaki greiðir stofngjald sem greiðist einu sinni á samfelldum leigutíma. Eftir það greiðist leiga mánaðarlega fyrir hvert 30 daga tímabil.
Hægt er að skipta um stól hvenær sem er á leigutímanum en samningi lýkur þegar síðasta stólnum hefur verið skilað til VÍS.

  • Flytji viðskiptvinur viðskipti sín til annars félags á meðan á leigu stendur er farið fram á að stólnum sé skilað.
  • Hafi stólnum ekki verið skilað við innheimtu næstu leigugreiðslu mun leigugjaldið verða 5.700 kr.

Afslættir
Magnafsláttur 15% (leigutaki stólanna verður að vera sá sami).

VÍS verð
Viðskiptavinir VÍS með F plús tryggingu fá barnabílstóla á betri kjörum og sömuleiðis þeir sem tryggja bílinn sinn hjá félaginu. Aðrir viðskiptavinir VÍS greiða fullt verð.

Afgreiðsla barnabílstóla
Pantaðu barnabílstól hjá VÍS á vefnum eða hringdu í síma 560-5000. Veiti VÍS ekki þjónustu á staðnum er hægt að fá barnabílstól sendan á pósthús í sinni heimabyggð gegn 1.500 kr. gjaldi. 

Panta barnabílstól